Taka þarf upp agaðri vinnubrögð við gerð kjarasamninga

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Sigurð Má Jónsson að nauðsynlegt að taka upp agaðri vinnubrögð við gerð kjarasamninga sem hættir til að dragast allt of mikið á langinn. Nauðsynlegt sé að semja tímalega og að það rúmist innan verðbólgumarkmiða Seðlabankans á hverjum tíma. Þannig sé hægt að byggja upp kaupmátt í mörgum smærri skrefum en þó með varanlegri hætti en til þessa. „Ekki með spretthlaupi sem við höfum tekið með reglulegu hruni inn á milli,“ segir Þorsteinn í viðtalinu.

 Markmiðið sé að endurreisa kaupmátt til lengri tíma litið og koma í veg fyrir hinar reglulegu dýfur sem yfir hagkerfið hafa dunið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK