Mögulegt er að tvöfalda verðmæti þorskafurða hér á landi. Þetta segir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Sjávarklasanum í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, en hann bendir á að með betri nýtingu á hráefni megi nýta það sem áður var hent í lyf, heilsuvörur og fleiri hávirðisframleiðslu. Með þessu gæti meðalverð á hvert kíló af þorski orðið allt að 5000 krónur, en í dag er það um 2200 krónur.
Nefnir Haukur Codland klasann í Grindavík sem dæmi um það hvernig nýsköpun, hátækniiðnaður og sjávarútvegurinn hafi komið saman og náð að bæta verðmæti afurðanna.