Mögulegt að tvöfalda verðmæti þorsks

Mögulegt er að tvöfalda verðmæti þorskafurða hér á landi. Þetta segir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Sjávarklasanum í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, en hann bendir á að með betri nýtingu á hráefni megi nýta það sem áður var hent í lyf, heilsuvörur og fleiri hávirðisframleiðslu. Með þessu gæti meðalverð á hvert kíló af þorski orðið allt að 5000 krónur, en í dag er það um 2200 krónur.

Nefnir Haukur Codland klasann í Grindavík sem dæmi um það hvernig nýsköpun, hátækniiðnaður og sjávarútvegurinn hafi komið saman og náð að bæta verðmæti afurðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka