Ákveðnir landshlutar þurfa að taka sig á

Ákveðnir landshlutar þurfa að taka meiri þátt í að markaðssetja bæði sig og landið allt árið. Meðal annars þarf þjónusta og gisting að vera opin allt árið, en ekki bara yfir sumartímann, til þess að ferðamenn sæki á staðina utan háannatíma.

Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hún bendir á að mikil fjölgun ferðamanna hafi orðið bæði á suðurlandi og norðausturlandi, en að aðrir landshlutar þurfi að horfa meira til vetraropnunar til að geta byggt iðnaðinn upp yfir allt árið.

Aðspurð um rukkun á ferðamannastaði segir Erna að slíkt þurfi að skoða, en að ekki megi gera hlutina of flókna. Hún segir sjálfsagt að rukka fyrir þjónustu, en telur að nokkur óhagkvæmni geti falist í því að rukka inn á hvern og einn ferðamannastað hér á landi, þar sem þeir séu fleiri en minni en erlendis þar sem rukkað sé inn á slíka staði. Því sé slík leið ekki mjög hagkvæm hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK