Vandræðaástand á fjölsóttum stöðum

Áætlanir varðandi fjölda ferðamanna virðast vera að ganga eftir og það er áframhaldandi vöxtur í greininni. Framboð virðist aukast nokkuð jafnt miðað við fjölgun ferðamanna sem leiðir til þess að árið er svipað og í fyrra hjá rekstraraðilum í ferðaþjónustunni. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. Hún tekur þó fram að það sé oft vandræðaástand á fjölsóttum ferðamannastöðum og uppbygging innviða sé ekki í samræmi við fjölgunina.

Erna segir að fjölga þurfi bílastæðum, girða svæði af og laga göngustíga. Þá sé mikilvægt að vegir séu í lagi svo hægt sé með góðu móti að hafa staði opna allan ársins hring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK