Gullfoss á miðri skrifstofu

Gamall bekkur úr Gullfossi, útsýni yfir höfnina og endalausar tengingar við sjóinn og sjávarútveginn eru meðal þess sem boðið er upp á í húsi Íslenska sjávarklasans í Bakkaskemmu á Grandagarði. Mbl.is lék forvitni að vita hvernig umhorfs væri innanhúss og sjá umhverfi starfsmanna.

Sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 og eru nú 20 fyrirtæki með aðsetur í húsnæðinu. Gert er ráð fyrir því að á seinni hluta þessa árs verði auk þess 17 ný pláss tekin í notkun þegar farið verður í að tvöfalda stærð hússins. Meðal annars verður þá komið fyrir kaffihúsi í byggingunni. Næsti stækkunaráfangi er svo áætlaður á næsta ári þegar aftur verður farið í svipaða stækkun, en þá er meðal annars gert ráð fyrir veitingahúsi á neðri hæðinni.

Þegar gengið er um húsnæðið er greinilegt að mikið er lagt upp úr tengingunni við sjávarútveginn, en þar má meðal annars finna skilti frá höfnum, myndir af helstu frumkvöðlum sjávarútvegsins síðustu áratugi og gamlan bekk úr Gullfossi þar sem búið er að endurhanna nokkurskonar brú í miðju skrifstofuplássinu.

Á næstu dögum mun mbl.is skoða fleiri vinnustaði og kíkja á starfsumhverfi innanhúss.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK