Heimir ráðinn framkvæmdastjóri Microsoft

Heimir Fannar Gunnlaugsson.
Heimir Fannar Gunnlaugsson.

Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en það er dótturfyrirtæki Microsoft sem annast þjónustu við íslenska viðskiptavini fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að hann komi til starfa um miðjan águstmánuð.

Heimir tekur við starfinu af Halldóri Jörgenssyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin sjö ár, en hann flyst nú til innan Microsoft og fer í nýtt starf á öðru markaðssvæði.

 Heimir hefur m.a. starfað fyrir ýmsa samstarfsaðila Microsoft. Hann hefur einnig starfað töluvert erlendis undanfarin ár og rekið þar eigin fyrirtæki með góðum árangri.

 Í fréttatilkynningu segir að Microsoft hyggst á næstunni leggja aukna áherslu á ný tæki og tól sem fyrirtækið framleiðir undir sínu eigin nafni og uppbyggingu þjónustuumhverfis í kringum þau. Þessari nýju stefnumörkun er ætlað að vera lykillinn að auknum hlut Microsoft á helstu vaxtarsviðum tölvugeirans. Fyrirtækið á í dag rúmlega 700.000 samstarfsaðila á heimsvísu og mun það vera á meðal helstu verkefna nýs framkvæmdastjóra að auka stuðning við samstarfsaðila Microsoft á Íslandi.

„Við höfum gott tækifæri til þess að styrkja enn frekar stöðu Microsoft í að veita hugbúnaðarþjónustu í gegnum „skýi-ið“ ásamt því að sækja hraðar fram á snjalltækjamarkaðnum,“ er haft eftir Heimi í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK