Fólk tárast í norðurljósaferðum

Á síðustu fimm árum hefur farþegum fyrirtækisins Sérferða fjölgað tuttugu og fimmfalt, úr tvö þúsund í um fimmtíu þúsund á þessu ári. Hjörtur Hinriksson, framkvæmdastjóri félagsins, segir í þættinum Viðskipti með Sigurði Má, að mikil vinna liggi á bakvið slíka fjölgun, en meðal annars þurfi samvinnu flugfélaga og hvalaskoðunarfyrirtækja.

Í heild eru um 180 þúsund manns sem fara í hvalaskoðun hér við land á ári hverju, en Hjörtur segir að um 100 þúsund fari frá Reykjavík. Þetta skapi um 100 störf í höfuðborginni á sumrin og um 40 allt árið, en hann segir enn vera hægt að sækja fram á þessum stað. Til dæmis hafi Sérferðir lagt áherslu á að leyfa fólki að sjá betur hvað er í sjónum með smásjám og þá séu til sýnis hvalbein og fleira í bátum félagsins. Þá geti skoðunarfyrirtækin gert út á fleiri tegundir ferða og nefnir hann meðal annars norðurljósaferðir sem fyrirtækið hefur verið með í nokkur ár.

Hjörtur  bendir á að ekki sé langt að fara til að upplifa einstakt umhverfi stutt frá höfuðborginni og að í norðurljósaferðunum sjáist það best hvað fólki finnist náttúran mögnuð hér á landi. Þannig tárist fólk oft í slíkum ferðum, enda búið að bíða jafnvel alla ævi til þess að sjá eitthvað sem Íslendingar taki sem gefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK