Fjölgun útsala rýrir virði vörunnar

Verslunarmenn nálgast útsölur almennt ekki með réttum hætti og með of tíðum útsölum sé virði vörumerkja rýrt. Þetta segir Hörður Harðarson, sérfræðingur hjá Vert og kennari í vörumerkjastjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hörður segir að með tíðum afsláttarkjörum á alla línuna ali verslanirnar viðskiptavinina þannig að þeir telji útsölur alltaf handan við hornið og bíði eftir þeim, en versli ekki á uppsettu verði. Það leiði til þess að verslanir þurfi að leggja meira á vöruna og setja hana svo á útsölu til þess að fá inn venjulega álagningu.

„Smám saman rýra þeir virði vörumerkjanna þar sem mjög fín vara getur verið skilgreind sem útsöluvara,“ segir Hörður, en hann segir augljóst að fjölgun útsala hafi aukist eftir bankahrunið þegar velta búða minnkaði og farið var í söluhvetjandi aðgerðir.

Þá telur Hörður verðlagningaáætlanir, sem margar búðir hérlendis notist við og byggi á ákveðinni prósentu í álagningu, hagnaðarmarkmiðum eða markaðshlutdeildarmarkmiðum vera vafasamar. Segir hann réttast fyrir verslanir að horfa til þess að verðleggja vörur á því virði sem hafi verið skapað og viðskiptavinurinn verðleggi vöruna á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK