Engar útsölur á sólarlandaferðum

Það eru engar útsölur á sólarlandaferðum því þær eru þegar að mestu uppseldar. Á meðan hafa verslanir og þjónustuaðilar sem treysta á sólarveður hér á landi þurft að nýta sér aukna söluhvata og aðrar aðgerðir til að koma vörum í umferð. Þetta segir Hörður Harðarson, sérfræðingur hjá Vert og kennari í vörumerkjastjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hörður bendir á að áhrif veðurfars á kauphegðun fólks sé mikil. Það eigi ekki bara við um ís og regnhlífar, heldur séu kaup á garðhúsgögnum og fleira mikið háð því hvernig veðurfarið er.

Miðað við hvernig tíðin hefur verið hér á landi í sumar segir Hörður að margir söluaðilar þurfi nú á því að halda að september verði sólríkur til að koma hreinlega ekki illa út í haust. Þá þurfi menn jafnframt að standa sig betur þegar sólin sýni sig. Þetta geti reynst verslunum og þjónustuaðilum, sem eru með skammtímahugsun í markaðsstarfi, mjög erfitt, en aðrir sem sinni þeim hluta vel ættu að komast vel gegnum nokkra erfiða mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK