Nokia-farsímar til Microsoft

Finnska fyrirtækið Nokia hefur selt farsímadeild sína til Microsoft fyrir 5,44 milljarða evra, 865 milljarða króna, og er hlutverki Nokia sem símaframleiðanda því að ljúka.

Nokia veitir bandaríska tæknifyrirtækinu einkaleyfi til tíu ára á vörumerkjum sínum og mun finnska fyrirtækið einbeita sér að þjónustu og innri lausnum. Í tilkynningu kemur fram að Nokia telji þetta bestu lausnina fyrir fyrirtækið og hluthafa þess.

Eins mun forstjóri Nokia, Stephen Elop, láta af störfum strax en hann var ráðinn til Nokia frá Microsoft árið 2010. Hans helsta hlutverk var að reyna að snúa rekstri Nokia við en fyrirtækið hefur átt í verulegum erfiðleikum undanfarin ár. Stjórnarformaður Nokia, Risto Siilasmaa, mun taka við starfi forstjóra Nokia.

Nokia var sannkallaður risi á farsímamarkaðnum í fjórtán ár en árið 2012 tók Samsung við forystuhlutverkinu eftir að Nokia hafði glímt í nokkurn tíma við að reyna að halda stöðu sinni án árangurs. Orðrómur um sölu á Nokia hefur verið í gangi í nokkra mánuði.

AFP
Stephen Elop hættir strax hjá Nokia
Stephen Elop hættir strax hjá Nokia AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK