Íslandsbanki hefur gengið að kauptilboði FAST-1 slhf. á HTO ehf. FAST-1 hefur hafið undirbúning að gerð endanlegs kaupsamnings og uppgjöri viðskiptanna, sem stefnt er að því að ljúka á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
FAST-1 samlagshlutafelagið er í stýringu hjá VÍB, en helstu hluthafar eru fjölmargir lífeyrissjóðir og Tryggingarmiðstöðin Félagið var stofnaður árið 2012 og var þá stærð hans 6 milljarðar. Meðal eigna eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Þá keypti dótturfélag sjóðsins, FAST-2 nýleg Klettagarða 13.
Félagið HTO ehf. átti og rak eignirnar í Höfðatorgi við Borgartún 12-14 og Katrínartún 2 í Reykjavík. Félagið var í eigu Íslandsbanka og Péturs Guðmundssonar, forstjóra Eyktar, og tengdra aðila. Íslandsbanki átti 72,5% hlutfjár en Pétur 27,5%.
Þegar FAST-1 var stofnað var tekið fram að stækka mátti sjóðinn upp í 15 milljarða.