Jákvæð merki í fjárfestingum

Hagvöxturinn á fyrri hluta ársins er meiri en vonast hafði verið eftir og sá samdráttur sem sést í fjárfestingum má einkum rekja til sveiflna í fjárfestingum á flugvélum og skipum. Í öðrum atvinnugreinum sést aftur á móti aukning í fjárfestingu, sem er það sem mestu máli skiptir. Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka í viðtali við Sigurð Má.

Hún segir að fjárfestingin hafi meðal annars verið að aukast þó nokkuð í ferðaþjónustu þar sem verið sé að byggja ný hótel. Þá sé vinnumarkaðurinn að taka við sér og þar sé líka ferðaþjónustan í aðalhlutverki.

Ásdís ræðir einnig um fjármagnshöftin sem hún segir að hafi verið jákvæð til skamms tíma, en að núna séu þau farin að kosta okkur mikið og haldi hagvexti niðri. Hún segir vandamálið með höftin enn vera stórt, en að vel sé hægt að leysa það og fella niður höftin þegar fram líða stundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka