Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að nauðasamningar Kaupþings og Glitnis verði ekki samþykktir í núverandi mynd og bönkunum hafi verið gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla þurfi, eigi Seðlabankinn að samþykkja fyrir sitt leiti undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar.
Haft er eftir Má að nauðasamningar Kaupþings og Glitnis verði ekki samþykktir nema bankarnir komi með lausn sem skaði ekki íslenskt efnahagslíf. Körfuhafarnir eru í dag fastir með um 8 milljarða dollara í krónum, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að hann vilji afskrifa um 3,8 milljarða dollara af kröfum bankanna til að auðvelda stjórnvöldum að lyfta fjármagnshöftunum.