Már svarar kröfuhöfum bankanna

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að nauðasamningar Kaupþings og Glitnis verði ekki samþykktir í núverandi mynd og bönkunum hafi verið gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla þurfi, eigi Seðlabankinn að samþykkja fyrir sitt leiti undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Haft er eftir Má að nauðasamningar Kaupþings og Glitnis verði ekki samþykktir nema bankarnir komi með lausn sem skaði ekki íslenskt efnahagslíf. Körfuhafarnir eru í dag fastir með um 8 milljarða dollara í krónum, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur sagt að hann vilji afskrifa um 3,8 milljarða dollara af kröfum bankanna til að auðvelda stjórnvöldum að lyfta fjármagnshöftunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK