Hagur Bandaríkjadals vænkast með viðræðum

Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað gagnvart japanska jeninu í morgun þar sem vonir standa til að viðræður forseta Bandaríkjanna, Baracks Obama, og repúblikana muni enda með samkomulagi um að hækka skuldaþak ríkissjóðs áður en ríkiskassinn tæmist.

Í morgun var Bandaríkjadalur skráður á 98,49 jen samanborið við 97,91 jen seint í gærkvöldi. Evran er nú skráð á 1,3538 Bandaríkjadali og 133,34 jen samanborið við 1,3526 dali og 132,58 jen í gærkvöldi.

Obama átti fund með leiðtogum repúblikana í gærkvöldi og er það fyrsti fundur þeirra frá því ekki tókst að samþykkja fjárlagafrumvarpið þann 1. október sl. Hagfræðingar hafa varað við því að ef skuldaþakið verði ekki hækkað áður en ríkiskassinn tæmist þann 17. október geti bandaríska ríkið ekki greitt af skuldum sínum. Það þýði ekkert annað en aðra heimskreppu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK