Olíuverð lækkar og Bandaríkjadalur

AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í dag og gengi Bandaríkjadals hefur lækkað gagnvart evru og jeni en ekkert virðist þokast í samkomulagsátt á Bandaríkjaþingi varðandi fjárlagafrumvarp næsta árs.

Harry M. Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins, segist vongóður eftir viðræður við  leiðtoga repúblikana í gær. Þrátt fyrir að Reid væri vongóður náðist ekki samkomulag og því vofir enn yfir greiðslufall bandaríska ríkisins þegar skuldaþakinu verður náð eftir þrjá daga.

Í New York hefur verð á hráolíu lækkað um 29 sent í morgun og er 101,73 Bandaríkjadalir tunnan. Um er að ræða olíu til afhendingar í nóvember.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 17 sent og er 111,11 dalir tunnan.

Ef ekki tekst að ná samkomulagi fyrir þann 17. október óttast ýmsir að greiðsluþrot bandaríska ríkisins geti haft skelfilegar afleiðingar á alla heimsbyggðina í för með sér.

Gengi Bandaríkjadals lækkaði á gjaldeyrismörkuðum í Asíu í morgun, dalurinn er nú skráður á 98,27 jen og evran er rskráð á 1,3565 Bandaríkjadali.

Hlutabréfavísitölur lækkuðu víða í morgun. Í Sydney nam lækkunin 0,71%, Seúl 0,10% og Wellington 0,18%.

Kauphallirnar í Tókýó, Hong Kong og Jakarta voru lokaðar vegna almenns frídags.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK