Helmingshlutur í SMS í Færeyjum seldur á milljarð

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Á. Jóhannsson. Bæði Ingibjörg og …
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Á. Jóhannsson. Bæði Ingibjörg og faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, hafa verið sögð eigendur Apogee. mbl.is/Eggert

Apogee, sem sagt var undir forystu Jóhannesar Jónssonar, stofnanda Bónuss, og viðskiptafélaga seldi hlutabréf fyrir 937 milljónir króna árið 2012.

Ætla má að um sé að ræða söluandvirðið af sölu á helmingshlut í hinu færeyska SMS sem rekur tíu verslanir þar í landi. Jóhannes, sem lést í sumar, sagði við Morgunblaðið árið 2012 að hluturinn í SMS hefði að mestu verið skuldsettur. Ekki er vitað hverjir fyrrnefndir viðskiptafélagar eru.

Apogee, sem skráð er á Íslandi, er í eigu Moon Capital sem skráð er í Lúxemborg. Eignarhald þessara félaga er óljóst og hafa þau ýmist verið sögð lúta stjórn Jóhannesar eða Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, sonar Jóhannesar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK