Lækka lánshæfiseinkunn Frakklands

AFP

Matsfyrirtækið Standard og Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn franska ríkisins úr AA+ í AA. Fyrirtækið segir horfur ríkisins stöðugar en sérfræðingar segja þetta enn eitt höggið fyrir ríkisstjórn landsins undir forystu forsetans Francois Hollande.

S&P segir skýringuna á lækkun einkunnarinnar þá að hagræðing ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á horfur í efnahagslífinu og að hægur hagvöxtur héldi aftur af getu ríkisstjórnarinnar til að styrkja fjármál hins opinbera.

Í greinargerð S&P segir að skattaáform ríkisstjórnarinnar hafi m.a. áhrif sem og hið mikla atvinnuleysi sem hefur verið viðvarandi í landinu. 

Fjármálaráðherra Frakka, Pierre Moscovici, segir lækkun lánshæfiseinkunnarinnar gagnrýniverða og byggða á röngum forsendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK