Nítján milljónir í nýsköpunarstyrki

Fulltrúar fyrirtækjanna sem fengu úthlutað styrkjum frá Landsbankanum.
Fulltrúar fyrirtækjanna sem fengu úthlutað styrkjum frá Landsbankanum.

Landsbankinn hefur úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki til nítján verkefna úr Samfélagssjóði Landsbankans. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Hæsta styrkinn fékk Rögg ehf., en fyrirtækið hannar leitarkerfi fyrir GSM síma.  

Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að með þessu vilji bankinn styðja við uppbyggingu og þróun frumkvöðlastarfs. 

Í dómnefnd voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson verkfræðingur hjá Össuri og dósent við HR, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í nýsköpunarþjónustu hjá Landsbankanum, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum, Guðný Erla Guðnadóttir, útibússtjóri Landsbankans á Hornafirði, og Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga, en hann var jafnframt formaður dómnefndar. Yfir 270 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans að þessu sinni.

Eftirtaldir hlutu nýsköpunarstyrki að þessu sinni:

 Styrkir að fjárhæð 2.000.000 kr.

  • Rögg ehf.  – Leitarkerfi fyrir GSM

Styrkir að fjárhæð 1.500.000 kr.

  • Multitask ehf. – Sjókall – Öryggi þitt á sjó
  • Pink Iceland – Ísland, áfangastaður fyrir hinsegin brúðkaup

Styrkir að fjárhæð 1.000.000 kr.

  • Anna Þóra Ísfold – Ullarvörur til heilsubótar
  • ApOn slf. – Notendavæn smáforrit fyrir útgefendur efnis
  • Kasy ehf. – Sundfatnaður fyrir konur með línur
  • Scintilla – Heimilistextíll á heimsvísu

Styrkir að fjárhæð 500.000 kr.

  • Búngaló ehf. – Búngaló á alþjóðamarkað
  • Herberia ehf. – framleiðsla á lyfjum úr virkum plöntuefnum.
  • Liubov Kharitonova – Svarti sauðurinn / Black Sheep
  • Magnús Ásgeir Elíasson – Húsdýragarður á Stóru-Ásgeirsá
  • Mat-húsið – Humarbollur úr klóm humars
  • Óli Hilmar Briem Jónsson – Íslenskir eldkubbar
  • Reykjavik Labs ehf. – Fish – Snjallsímaforrit fyrir stangveiðimenn
  • S.jens ehf. – Spilalist – listin að læra
  • Sólveig Katrín Jónsdóttir – Leigutorg á samfélagsmiðlum
  • Svavar Pétur Eysteinsson – Rófusnakk
  • Tinna Ólafsdóttir – Ræktun fóðurskordýra á iðnaðarskala
  • Zalibuna – Sleðarennibraut við Þjóðveg 1
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK