Pioneer í 50 ár á Íslandi

Pioneer.
Pioneer.

Fimmtíu ár eru liðin síðan verslunarmaðurinn Bjarni Stefánsson flutti Pioneer hljómtæki fyrst til Íslands. Í tilefni 50 ára afmælis Pioneer á Íslandi mun Ormsson halda veglega afmælishátíð í dag og næstu viku í verslun sinni í Skeifunni 11 þar sem boðið verður upp á ýmis tilboð og afslætti á Pioneer tækjum.

„Pioneer var í áratugi vinsælasta merkið í hljómtækjum hér á landi. Skrifstofur Pioneer voru í sama húsi og Nýja Bíó og Flugfélag Íslands lengst af sjöunda áratugarins. Árið 1970 flutti Pioneer yfir í Hljómtækjadeild Karnabæjar sem stofnuð var það ár að Laugavegi 66 en Bjarni stofnaði fyrirtækið ásamt eigendum Karnabæjar. Þegar Karnabær hætti flutti Pioneer í Hljómbæ sem Bjarni stýrði til ársins 1996 en þá keypti Ormsson reksturinn og hefur verið umboðsaðili fyrir Pioneer síðan,“ segir í tilkynningu frá Ormsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK