Hagnaður Eimskip dregst saman um 29,7%

Flutningaskipið Selfoss.
Flutningaskipið Selfoss. Ljósmynd/Jobbioggummi.123.is

Hagnaður Eimskip nam 9,6 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 29,7% minni hagnaður heldur en á sama tímabili í fyrra er hagnaðurinn nam 13,7 milljónum evra.

Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinn 5 milljónum evra samanborið við 5,8 milljónir evra á sama tímabili í fyrra.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip segir afkomuna í takt við væntingar.

„Flutt magn til og frá Íslandi jókst samanborið við síðasta ár og snéri við þeirri þróun sem orðið hafði á fyrri hluta ársins. Flutningsmagn í áætlunarsiglingum á þriðja ársfjórðungi jókst um 4,1% á milli ára og var vöxtur á öllum markaðssvæðum. Magn í alþjóðlegri flutningsmiðlun á þriðja ársfjórðungi jókst um 7,6% á milli ára.

Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi jukust um 0,8% á milli ára og námu 113,5 milljónum evra. EBITDA nam 12,1 milljón evra sem er hækkun um 5,2% frá fyrra ári að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar vegna skráningar félagsins á markað á síðasta ári.

Eins og áður hefur komið fram gerði félagið umfangsmiklar breytingar á siglingakerfinu í mars sem jók afkastagetu kerfisins um 7,7% og hefur breytingunum verið vel tekið af viðskiptavinum innanlands og erlendis.

Afkoma tengd starfsemi Eimskips á Íslandi er enn undir okkar væntingum en er þó í samræmi við efnahagsástandið á Íslandi, flutningsmagn til landsins og skort á verkefnum tengdum fjárfestingum á Íslandi.

Aftur á móti hefur starfsemi félagsins utan Íslands haldið áfram að vaxa, bæði þjónusta við áætlunarsiglingar utan Íslands og alþjóðleg flutningsmiðlun,“ segir Gylfi í fréttatilkynningu en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK