Ítalska flugfélagið Alitalia er skuldum vafið en þrátt fyrir það eru stjórnendur fyrirtækisins bjartsýnir á að geta útvegað nægt fé til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot þess.
Biðla þeir nú til erlendra fjárfesta um björgun en Alitalia þarf á 300 milljónum evra að halda fyrir 8. desember. Núverandi hluthafar hafa lagt félaginu til 173 milljónir evra.
Alitalia hefur hins vegar ekki tekist að sannfæra stærsta hluthafann, Air France KLM sem á 25% hlut í félaginu, um að auka við hlut sinn.