Eir í nauðasamninga

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 Ómar Óskarsson

Eir hjúkrunarheimili hefur verið veitt heimild til að leita nauðasamninga, en úrskurður þess efnis var kveðinn upp 21. nóvember. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að þeir sem telji sig eiga samningskröfur á félagið skuli lýsa þeim innan fjögurra vikna. Málefni Eirar hafa mikið verið til umfjöllunar síðasta ár, bæði vegna reksturs félagsins og möguleika á að þeir sem lögðu fram framlag þegar þeir fluttu inn í íbúðir hjúkrunarheimilisins muni tapa töluverðum fjármunum.

Í apríl höfnuðu nokkrir kröfuhafar tillögu stjórnenda hjúkrunarheimilsins um lausn á fjárhagsvanda þess. Það varð til þess að Eir þurfti að fara í nauðasamninga. Mbl.is hefur einnig fjallað um að mistök hafi verið gerð við veðsetningu Eirar, en dómsmál eru nú í gangi fyrir héraðsdómi varðandi það hvort íbúar muni fá greitt til baka framlag eftir að þeir skiluðu íbúðunum aftur. Í síðustu viku var frávísunarkröfu Íbúðalánasjóðs í málinu vísað frá og verður málið því tekið fyrir til efnislegrar meðferðar. Verði niðurstaðan að sækjendur málsins eigi ekki veðkröfu þá eiga þeir almenna kröfu í búið sem fellur undir nauðasamninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK