Eir í nauðasamninga

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 Ómar Óskarsson

Eir hjúkr­un­ar­heim­ili hef­ur verið veitt heim­ild til að leita nauðasamn­inga, en úr­sk­urður þess efn­is var kveðinn upp 21. nóv­em­ber. Í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu kem­ur fram að þeir sem telji sig eiga samn­ings­kröf­ur á fé­lagið skuli lýsa þeim inn­an fjög­urra vikna. Mál­efni Eir­ar hafa mikið verið til um­fjöll­un­ar síðasta ár, bæði vegna rekst­urs fé­lags­ins og mögu­leika á að þeir sem lögðu fram fram­lag þegar þeir fluttu inn í íbúðir hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins muni tapa tölu­verðum fjár­mun­um.

Í apríl höfnuðu nokkr­ir kröfu­haf­ar til­lögu stjórn­enda hjúkr­un­ar­heim­ils­ins um lausn á fjár­hags­vanda þess. Það varð til þess að Eir þurfti að fara í nauðasamn­inga. Mbl.is hef­ur einnig fjallað um að mis­tök hafi verið gerð við veðsetn­ingu Eir­ar, en dóms­mál eru nú í gangi fyr­ir héraðsdómi varðandi það hvort íbú­ar muni fá greitt til baka fram­lag eft­ir að þeir skiluðu íbúðunum aft­ur. Í síðustu viku var frá­vís­un­ar­kröfu Íbúðalána­sjóðs í mál­inu vísað frá og verður málið því tekið fyr­ir til efn­is­legr­ar meðferðar. Verði niðurstaðan að sækj­end­ur máls­ins eigi ekki veðkröfu þá eiga þeir al­menna kröfu í búið sem fell­ur und­ir nauðasamn­ing­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka