Fjármálaráðherra Grikklands, Yannis Stournaras, ýjaði að því í dag að hækka skatta á stórar eignir og segir að það sé tímabært að láta fasteignaeigendur borga.
Grískum stjórnvöldum er gert að koma á alls konar endurbótum í ríkisrekstri í stað láns upp á fleiri milljarða evra. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er niðurskurður í ríkisfjármálum og hækkun skatta. Er nú rætt um að hækka fasteignaskatt á eignum sem metnar eru á 300 þúsund evrur eða meira. Ekki eru allir ráðherrar í ríkisstjórninni sáttir við það.