Búið að velja nafn á Hörpuhótelið

Greint verður frá nafni á nýtt hótel fljótlega á næsta …
Greint verður frá nafni á nýtt hótel fljótlega á næsta ári. Rax / Ragnar Axelsson

Búið er að velja nafn á hótelið sem rísa á við Hörpuna, en ekki verður greint frá ákvörðuninni fyrr en seinni partinn í janúar. Verið er að leggja lokahönd á fjármögnun verkefnisins, en það er á áætlun að sögn forsvarsmanns fjárfestanna hér á landi.

Hótelið sem mun rísa verður fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi, en það er fjárfestahópurinn Auro Investment Partners sem stendur fyrir uppbyggingunni. Hópurinn varð í öðru sæti í útboði félagsins Sítusar á lóðinni við Austurbakka 2 sem farið var í árið 2011. Félagið World Leisure Investment, sem átti hæsta boðið, gekk seinna úr tilboðinu og þá var samið við Auro Investment.

Bala Kamallakharan er í forsvari fyrir hópinn hér á landi, en hann segir að verið sé að leggja lokahönd á fjármögnunina og gerir hann ráð fyrir að það klárist í janúar. Hann segir engar tafir hafa orðið á verkefninu og unnið sé á fullu við allskonar hönnunarvinnu. Þá sé búið að ákveða nafn á hótelið og ganga til samninga við þá keðju sem verður með starfsemi í húsinu. Hann sagði að nafnið yrði tilkynnt í lok næsta mánaðar, en gera þarf það í samráði við viðkomandi hótelkeðju. Í október sagði Kamallakharan að Marriott og W Hotels væru þær tvær keðjur sem helst væri rætt við.

Til viðbótar hótelbyggingunni eru í gangi viðræður við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á 70-110 íbúða fjölbýli á reitnum, en Kamallakharan segir ekki tímabært að segja til um niðurstöður þeirra viðræðna. Aftur á móti sé hann vongóður um að þær gangi fljótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK