2014 verður ár snjalltækjanna

Liv Bergþórsdóttir, forstjóri fjarskiptafélagsins Nova telur að næsta ár muni …
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri fjarskiptafélagsins Nova telur að næsta ár muni meðal annars einkennast af lækkunum á kostnaði við erlenda farsímanotkun. Í viðtali við mbl.is segir hún miklar breytingar vera á neyslumynstri um allan heim og að Íslendingar þurfi að nýta tækifæri sem þar bjóðist vel. Kristinn Ingvarsson

Árið sem er að líða er sjötta heila starfs­ár fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Nova, en fyr­ir­tækið er í dag með um 30% markaðshlut­deild á farsíma­markaði. Liv Bergþórs­dótt­ir, for­stjóri fé­lags­ins, seg­ir í viðtali við mbl.is að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins um að hefja 4G þjón­ustu hafi gengið eft­ir og rekst­ur­inn hafi heilt yfir verið góður á ár­inu sem er að líða. Hún seg­ir að stór verk­efni séu framund­an á næsta ári og býst við að lækk­un á kostnaði vegna er­lendr­ar notk­un­ar verði eitt af stóru mál­un­um. Þá tel­ur Liv að árið muni ein­kenn­ast af nýj­ung­um í snjall­tækj­um og að vin­sæld­ir slíkra tækja muni enn frek­ar aukast.

Breyt­ing­ar á tekju­stofni farsíma­fyr­ir­tækja

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa verið á fjar­skipta­rekstri síðustu ár, flest­ir eru komn­ir með snjallsíma og má segja að þjóðin hafi al­farið snjallsíma­væðst á ár­inu 2013. Liv seg­ir að tekjumód­el síma­fyr­ir­tækj­anna vera að breyt­ast og í stað sím­tala og SMS sé netið að taka við sem tekju­stofn. „Þetta er áskor­un sem öll síma­fyr­ir­tæki standa frammi fyr­ir,“ seg­ir hún. 

Nova hef­ur alla tíð gert út á að vera fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem nýt­ir þráðlaus sím- og net­kerfi. Það var því stór áfangi þegar 4G þjón­ust­an var form­lega tek­in í notk­un fyrr á þessu ári að sögn Li­v­ar. Tíma­setn­ing­in var nokkuð tákn­ræn, en kerfið var tekið í notk­un fjórða dag fjórða mánaðar­ins.

Sjón­varpið í sím­ann

„Þetta var nýr kafli í sögu fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Liv, en hún bend­ir á að ef 3G kerfið hafi á sín­um tíma verið fyrsta skrefið í að tengja farsíma við netið, þá sé 4G fyrsta al­vöru skrefið í átt að nýrri framtíð þar sem ekki sé talað um sím­kerfi, held­ur net­kerfi. Þessi upp­bygg­ing hef­ur kostað tölu­vert, en á ár­inu fjár­festi Nova fyr­ir um 700 millj­ón­ir og seg­ir Liv að áfram verði haldið við að byggja kerfi fyr­ir­tæk­is­ins upp á kom­andi ári. Þá sé verið að leita leiða til hagræðing­ar um upp­bygg­ingu á dreifi­kerf­inu, t.d. með sam­starfi við annað fjar­skipta­fyr­ir­tæki.

Meðal helstu breyt­inga vegna 4G bylt­ing­ar­inn­ar nefn­ir hún að nú horfi fólk á sjón­varps­efni á net­inu og sjón­varpið sé komið í farsím­ann „Þetta er breytt­ur lífs­stíll og ákveðinn byrj­un­ar­punkt­ur á nýj­um tím­um,“ seg­ir Liv. Hún seg­ir þessa breyt­ingu hafa komið snemma með blöðin, þar hafi fríblöð og net­miðlar sprottið fram og ógnað hefðbundn­um dag­blaðarekstri. Þannig hafi blöðin þurft að laga sig að breytt­um lífs­stíl og nú sé sama að ger­ast með síma- og sjón­varpsþjón­ustu og fleiri markaði.

2014 verður ár snjall­tækj­anna

Aðspurð um stærstu breyt­ingu næsta árs seg­ir Liv að árið 2014 verði ár nýj­unga í snjall­tækj­um. Hún seg­ir að fleiri gerðir snjallúra muni koma á markaði og að vin­sæld­ir nýrr­ar teg­und­ar, sem verði sam­blanda af far­tölvu og spjald­tölvu, muni aukast. Þá sé hún sjálf spennt­ust fyr­ir Google-gler­aug­un­um, en þar sé kom­in al­veg ný upp­lif­un sem muni breyta miklu á næstu árum.

Liv seg­ir að stund­um sjái menn bara það nei­kvæða við svona breyt­ing­ar, en það sé líka tæki­færi á að end­ur­hugsa markaði og tekjumód­el frá grunni. Nefn­ir hún sem dæmi aug­lýs­ing­ar og upp­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­um fyr­ir snjallsíma­not­end­ur. Fyr­ir nokkr­um árum, þegar aðeins örfá pró­sent áttu snjallsíma var ekki hag­kvæmt fyr­ir fyr­ir­tæki að ein­beita sér að þess­um markaði en nú þegar nán­ast all­ir eru komn­ir með snjallsíma opn­ast ný tæki­færi í að nálg­ast fólk. Í dag sjái fleiri fyr­ir­tæki kosti þess að búa til vett­vang fyr­ir snjallsíma­not­end­ur og út­víkki þannig þjón­ustu­fram­boðið með nýj­um hætti. Þetta geti einnig leitt til hagræðing­ar inn­an fyr­ir­tækj­anna.

Netið ekki ógn í versl­un held­ur tæki­færi

Meðal þeirra geira þar sem tölvu- og fjar­skipta­lausn­ir eru að verða al­geng­ari er heilsu- og mennta­kerfið. Liv bend­ir á að mikið af tækni­lausn­um sé að koma sem tengj­ast heilsu­geir­an­um þar sem t.d. snjallsím­an­um er breytt í blóðþrýs­ings­mæli, hjarta­rit, mæli fyr­ir syk­ur­sjúka. Þá geti snjallsím­inn breytt miklu í fræðslu og upp­lýs­inga­hlut­verki í þró­un­ar­lönd­um.

Versl­un er einnig eitt­hvað sem hef­ur breyst mikið á síðustu árum með til­komu nets­ins. Liv seg­ir að versl­un á net­inu muni aðeins aukast á næstu árum. Þetta hef­ur kallað á sterk viðbrögð hér á landi og hafa meðal ann­ars versl­un­ar­menn bent á mik­inn inn­flutn­ing frá kín­versk­um vefsíðum sem ógni rekstri hér á landi. Liv seg­ir að þrátt fyr­ir að þetta geri oft ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um erfitt fyr­ir að keppa við stór alþjóðleg fyr­ir­tæki, þá bjóði þetta einnig upp á tæki­færi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki. Þannig geti þau farið í út­rás, hvort sem það er með sölu á vöru eða þjón­ust sem oft væri erfitt að koma á legg hér á landi vegna smæðar markaðar­ins.

Lækk­un vegna net­umferðar er­lend­is

Liv er um­talað um hversu mik­il­vægt sé að fylgj­ast með tíðarand­an­um og hvað sé að ger­ast í kring­um okk­ur og seg­ir nauðsyn­legt að Íslend­ing­ar fylg­ist vel með breyt­ing­um Þannig seg­ir hún að Hulu og Net­flix séu aðeins byrj­un­in á stærri þró­un­ar­bylgju sem muni ganga yfir heim­inn á næstu árum. „Hvernig ætl­um við að passa að við verðum ekki útund­an,“ spyr hún og tel­ur nauðsyn­legt að halda í við tækniþróun og nýta þær lausn­ir sem breyt­ing­ar hafi í för með sér. Það sem er hvað mik­il­væg­ast í þessu sam­hengi er að henn­ar sögn að reglu­verkið fylgi tíðarand­an­um. Meðal ann­ars bend­ir hún á að fyr­ir um tutt­ugu árum hafi verið bjór­bann hér á landi, en í dag sé bjór t.d. flutt­ur út. 

Eins og Liv bend­ir á hér að fram­an er net­umferð að aukast til muna í snjall­tækj­um. Stór hindr­un í þeim efn­um er þó gjald­heimta fyr­ir slíka notk­un er­lend­is. Hún tel­ur þó mikl­ar breyt­ing­ar framund­an í þeim efn­um á næsta ári. „Ég trúi ekki öðru en að þetta breyt­ist á næsta ári,“ seg­ir hún og ger­ir ráð fyr­ir að samn­ing­ar við er­lend síma­fé­lög, sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um, muni lækka þetta gjald um­tals­vert. „Fyr­ir­tæki verða í dag af tekj­um vegna minni notk­un­ar er­lend­is,“ seg­ir Liv og bend­ir á að Evr­ópa sé nú þegar byrjað að lækka verð milli landa, en Banda­rík­in muni vænt­an­lega fylgja fljót­lega í kjöl­farið.

Starfsmenn Nova fögnuðu 6 ára afmæli fyrirtækisins á þessu ári.
Starfs­menn Nova fögnuðu 6 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins á þessu ári.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka