Opin kerfi hýsa tölvukerfi Creditinfo

Davíð Þór Kristjánsson, forstöðumaður lausnasölu Opinna kerfa, Gunnar Guðjónsson, forstjóri …
Davíð Þór Kristjánsson, forstöðumaður lausnasölu Opinna kerfa, Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa, og Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Creditinfo  hefur  samið við Opin kerfi um hýsingu á öllu sínu tölvuumhverfi. Tölvukerfi Creditinfo fela í sér mikilvæg gagnasöfn og fjárhagsupplýsingar og því voru öryggismál mikilvægur þáttur í vali fyrirtækisins á hýsingaraðila. Með samningnum hafa öll kerfi Creditinfo verið flutt í gagnaver Opinna kerfa hjá Verne í Reykjanesbæ.

„Við leit okkar að samstarfsaðila voru öryggismálin eitt af lykilatriðunum. Þegar við skoðuðum gagnaver Opinna kerfa hjá Verne varð okkur ljóst að þar er um að ræða eitt öruggasta gagnaver landsins. Við höfum jafnframt góða reynslu af samstarfi við Opin kerfi og erum ánægð með núverandi högun á tölvukerfum okkar og flutning þeirra til Verne,“ segir Hákon Stefánsson framkvæmdastjóri Creditinfo.

„Creditinfo hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því að varðveita og miðla mikilvægum upplýsingum fyrir viðskiptalífið. Val þeirra á Opnum kerfum er mikil viðurkenning á hýsingarlausnum okkar. Þess má geta að Opin kerfi hefur nú öðlast öryggisvottun ISO27001 að fullu, en vélasalur okkar hefur státað af slíkri vottun í nokkurn tíma. Við erum mjög ánægð með að fá að taka þátt í jafnmikilvægu verkefni og hýsing tölvukerfa Creditinfo felur í sér og hlökkum til samstarfsins,“ segir Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna kerfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK