Opin kerfi hýsa tölvukerfi Creditinfo

Davíð Þór Kristjánsson, forstöðumaður lausnasölu Opinna kerfa, Gunnar Guðjónsson, forstjóri …
Davíð Þór Kristjánsson, forstöðumaður lausnasölu Opinna kerfa, Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa, og Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Cred­it­in­fo  hef­ur  samið við Opin kerfi um hýs­ingu á öllu sínu tölvu­um­hverfi. Tölvu­kerfi Cred­it­in­fo fela í sér mik­il­væg gagna­söfn og fjár­hags­upp­lýs­ing­ar og því voru ör­ygg­is­mál mik­il­væg­ur þátt­ur í vali fyr­ir­tæk­is­ins á hýs­ing­araðila. Með samn­ingn­um hafa öll kerfi Cred­it­in­fo verið flutt í gagna­ver Op­inna kerfa hjá Ver­ne í Reykja­nes­bæ.

„Við leit okk­ar að sam­starfsaðila voru ör­ygg­is­mál­in eitt af lyk­il­atriðunum. Þegar við skoðuðum gagna­ver Op­inna kerfa hjá Ver­ne varð okk­ur ljóst að þar er um að ræða eitt ör­ugg­asta gagna­ver lands­ins. Við höf­um jafn­framt góða reynslu af sam­starfi við Opin kerfi og erum ánægð með nú­ver­andi hög­un á tölvu­kerf­um okk­ar og flutn­ing þeirra til Ver­ne,“ seg­ir Há­kon Stef­áns­son fram­kvæmda­stjóri Cred­it­in­fo.

„Cred­it­in­fo hef­ur mik­il­vægu hlut­verki að gegna í því að varðveita og miðla mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um fyr­ir viðskipta­lífið. Val þeirra á Opn­um kerf­um er mik­il viður­kenn­ing á hýs­ing­ar­lausn­um okk­ar. Þess má geta að Opin kerfi hef­ur nú öðlast ör­ygg­is­vott­un ISO27001 að fullu, en véla­sal­ur okk­ar hef­ur státað af slíkri vott­un í nokk­urn tíma. Við erum mjög ánægð með að fá að taka þátt í jafn­mik­il­vægu verk­efni og hýs­ing tölvu­kerfa Cred­it­in­fo fel­ur í sér og hlökk­um til sam­starfs­ins,“ seg­ir Gunn­ar Guðjóns­son for­stjóri Op­inna kerfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK