Breyta horfum á lánshæfi Kópavogs

Greiningarfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í …
Greiningarfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar. Sigurður Bogi Sævarsson

Lánshæfismatsfyrirtækið Reitun hefur breytt horfum lánshæfismats Kópavogsbæjar úr stöðugum í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs um kaup á 30-40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Reitun heldur þó lánshæfi Kópavogs áfram í flokki B+, en í júlí á síðasta ári var einkunn þess hækkuð úr flokki B.

Í rökstuðningi var bent á að Kópavogur hafi fylgt vel eftir áætlunum um lækkun skulda og náð góðum tökum á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Mat Reitunar á stöðugleika og fyrirsjáanleika höfðu einnig jákvæð áhrif á lánshæfi bæjarins. Með samþykki bæjarstjórnar er vikið frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjarins og fyrirhugaðar fjárfestingar auknar umtalsvert. Slíkar breytingar kalla að öllu jöfnu á endurskoðun á lánshæfismati, að því er segir í rökstuðningi Reitunar.

Ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefa einnig vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist, segir í greiningunni. Áætlað er að kostnaður framkvæmdanna sé 3 milljarðar og mun það auka skuldahlutfall bæjarins um 7-9%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK