„Ég helli bjórnum ekki“

Þorrabjórinn Hvalur hefur valdið nokkrum deilum síðustu vikuna, en heilbrigðiseftirlit …
Þorrabjórinn Hvalur hefur valdið nokkrum deilum síðustu vikuna, en heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur farið fram á að framleiðsla hans og möguleg sala verði stöðvuð.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fundaði á föstudaginn og staðfesti erindi sitt um að brugghúsið Steðji eigi að hætta framleiðslu á hvalbjór sem var gerður sem þorrabjór brugghússins í ár. Þetta staðfestir Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja í samtali við mbl.is. Hann segir að verið sé að vinna í því að kæra þessa ákvörðun til ráðherra.

Dagbjartur segist bjartsýnn á að ákvörðunin verði afturkölluð í vikunni, en skammt er í að þorrablót landsmanna hefjist. Sölutími árstíðabundinna bjóra er nokkuð stuttur í ríkinu og því skiptir öllu máli að hann sé kominn á réttum tíma á sölustaði. Dagbjartur hefur ekki enn hellt hvalbjórnum niður og segist vera viss um að hann fái tækifæri til þess að koma honum í sölu, þótt seint verði. „Ég helli bjórnum ekki,“ segir hann og bætir við að flutningabíll sé tilbúinn að keyra með framleiðsluna til Vínbúðarinnar strax og jákvæð niðurstaða fæst í málið.

Í síðustu viku bannaði heilbrigðiseftirlit Vesturlands framleiðslu á bjórnum, en deilt er um hvort að löglegt sé að nota hvalmjöl til framleiðslunnar. Í samtali við mbl.is í síðustu viku sagði Dagbjartur að sér þættu þetta hæpnar forsendur sem málið væri byggt á og benti á að aðeins væru um 2,5 kíló af mjöli í hverjum fimm þúsund lítrum af bruggi.

Frétt mbl.is: Ætlar áfram að koma hvalbjór á markað

Frétt mbl.is: Hvalabjór settur á markað fyrir þorrann

Frétt mbl.is: Hvalabjór vekur athygli

Frétt mbl.is: Hvalabjór reitir útlendinga til reiði

Frétt mbl.is: Banna framleiðslu hvalabjórs

Dagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Steðja brugghúss.
Dagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Steðja brugghúss.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK