Vilja stofna vestnorrænt efnahagssvæði

Hópmynd frá þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsisn er haldin var í Færeyjum …
Hópmynd frá þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsisn er haldin var í Færeyjum í vikunni

Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands til þess að endurskoða landamærahindranir milli landanna, sem koma í veg fríverslun milli vestnorrænu ríkjanna.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðinu sem hefur fundað undanfarna daga í Færeyjum.

„Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnirnar þrjár jafnframt til þess að gera með sér fríverslunarsamning svo að löndin þrjú myndi eitt efnahagssvæði. Þess vegna er æskilegt að framtíðarviðræður um endurnýjun alþjóðlegra viðskiptasamninga miðist við að innleiða fríverslun í vestnorrænu ríkjunum,“ segir í tilkynningu.

Í ráðinu ríkti einhugur um að það væri einstaklega mikilvægt að styrkja samvinnuna á viðskiptasviðinu og að það myndi gagnast öllum löndunum þremur. Ráðið telur að það væri mikilsvert í þeim efnum, að löndin geri með sér sáttmála um frjálst flæði vöru, þjónustu og fjármagns, og að hindranir á fríverslun milli landanna verði endurskoðaðar.

Vestnorræna ráðið er formlegur samstarfsvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands. Alls sitja 18 í ráðinu, 6 frá hverju þinganna. Í forsætisnefnd ráðsins sitja þau Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og formaður ráðsins, auk varaformannanna Lars-Emil Johansen þingforseta Inatsisartut á Grænlandi og Bill Justinussen lögþingsmaður.

Auk Unnar Brár sitja alþingismennirnir Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson og Vigdís Hauksdóttir í íslensku sendinefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK