Fimmtungur varð fyrir tölvuárás í fyrra

Fyrirtæki hér á landi hugsa almennt lítið um öryggismál, en …
Fyrirtæki hér á landi hugsa almennt lítið um öryggismál, en fimmtungur þeirra varð þó fyrir tölvuárás í fyrra.

Um 22% fyrirtækja hér á landi urðu fyrir tölvuárás á síðasta ári, en flest þeirra töldu sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna árásarinnar. Þetta kemur fram í könnun sem Deloitte vann um tölvuöryggismál í janúar. Þá kom fram að aðeins þriðjungur fyrirtækja geri ráð fyrir fjármunum til að efla öryggismál þótt um helmingur allra fyrirtækja teldi gögn sín ekki vera örugg. 

Deloitte vann könnunina í lok janúar með því að senda spurningalista á fjölda fyrirtækja, en um 150 svör bárust. Samkvæmt niðurstöðunum virðast íslensk fyrirtæki ekki setja tölvuöryggismál á oddinn, en aðeins 35% fyrirtækja eru með handhæga áætlun ef upp kemur öryggisógn. Þá telja stjórnendur 71% fyrirtækja að dulkóðun sé ábótavant við bæði sendingu og geymslu gagna. 

Á ráðstefnu sem Deloitte hélt í síðasta mánuði kom fram að skortur á þjálfun og þekkingu starfsmanna í tengslum við tölvuöryggi sé einn veigamesti þáttur þess að öryggismál fyrirtækja séu í lagi. Það vekur því upp spurningar þegar aðeins 21% fyrirtækja telja starfsfólk sitt nægjanlega þjálfað í þessum málefnum. Flest fyrirtæki nýtast þó við eldveggi og vírusvarnir, en tæplega 90% fyrirtækja notast við slíkar varnir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK