Framtakssjóður Íslands hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group fyrir rúma 6,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Bankinn seldi 7,01% hlutafjár í félaginu, eða um 350,5 milljónir hluta, að því er segir í tilkynningunni.
Miðað við lokagengi hlutabréfa félagsins í dag, 18,9 krónur á hlut, má ætla að söluandvirðið hafi numið rúmum 6,6 milljörðum króna.
Ekki kemur fram hverjir keyptu bréfin af Framtakssjóðnum.