Gjaldeyrisviðskipti fyrir héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness Ómar Óskarsson

Aðalmeðferð í máli gegn fjórum mönnum sem eru ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál með því að hafa í sameiningu haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti fyrir 14,3 milljarða króna án heimildar hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Samkvæmt ákærunni áttu viðskiptin sér stað á tímabilinu mars til nóvember 2009 og högnuðust þeir um 656 til 693 milljónir, að því er segir í ákærunni. Þar kemur fram að viðskiptin hafi verið án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands.

Meint brot þeirra ganga út á milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlendum gjaldeyri og fjármagnsflutninga á íslenskum krónum til Íslands tengda þeim gjaldeyrisviðskiptum. Starfsemin var rekin í nafni sænska félagsins Aserta AB sem ákærðu réðu yfir.

Meðaltal gengismunar á sölugengi á íslenskum krónum hér á landi og kaupgengis á svokölluðum aflandskrónum var um 4,3% samkvæmt ákærunni og því er áætlaður ágóði hinna ákærðu í hið minnsta 656 milljónir.

Ákærðir fyrir 14,3 milljarða millifærslur

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK