Actavis í yfirtökuhugleiðingum

Actavis varð til við sameiningu Watson Pharmaceuticals og Actavis
Actavis varð til við sameiningu Watson Pharmaceuticals og Actavis Rósa Braga

Lyfjafyrirtækið Actavis er í viðræðum um yfirtöku á keppinaut sínum, lyfjafyrirtækinu Forest Laboratories Inc. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er talið að Actavis muni jafnvel yfirtaka fyrirtækið á 25 milljarða Bandaríkjadala, 2.839 milljarða króna.

Samkvæmt frétt WSJ er gert ráð fyrir að tilkynnt verði um kaupin fljótlega, jafnvel á fimmtudag en ekki er heldur víst að samningar náist um kaupin.

Amanda Kaufman, talskona Forest Labs, segir að fyrirtækið tjái sig ekki um orðróm, samkvæmt frétt Reuters og ekki tókst að ná í neinn frá Actavis sem gat tjáð sig um málið.

Sameinað fyrirtæki, Actavis-Forest, yrði eitt stærsta samheita- og lyfjafyrirtæki heims en markaðsvirði Forest var við lokun markaða á föstudag 19,34 milljarðar dala en Actavis er metið á 33,40 milljarða dala. Helstu keppinautar Actavis eru Teva Pharmaceuticals Industries og Mylan.

Forest hefur átt í útistöðum við milljarðamæringinn og fjárfestinn Carl Icahn í mörg ár en tókst loks að ná samkomulagi við hann síðasta sumar. Hins vegar á fyrirtækið enn í baráttu um hvenær sérleyfi renna út á einhverjum þeirra lyfja sem það framleiðir, svo sem Namenda, sem er einkum notað af fólki sem þjáist af Alzheimer sjúkdómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK