Rúmlega 3 milljarðar fyrir Auroracoin

Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins …
Hugmyndin á bakvið auroracoin er að allir Íslendingar fái gefins 31,8 einingar í gjaldmiðlinum, en í heild nemur það 50% af heildarmagni myntarinnar.

Viðskipti með nýju rafmyntina Auroracoin eru byrjuð á vefnum Cryptorush, en miðað við gegni síðasta sólarhrings liggur verðmæti miðilsins á bilinu 240 til 300 krónur fyrir hverja einingu. Forsvarsmaður miðilsins, sem ekki hefur enn komið fram undir nafni, hefur áður gefið út að stefnt sé að því að 50% af heildarupphæð miðilsins verði úthlutað til allra Íslendinga, en það nemur 31,8 einingum á hvern einstakling yfir 18 ára. Miðað við markaðsvirði miðilsins í dag er ljóst að verðmæti þess er um 9.500 krónur á hvern einstakling eða allt að 3,15 milljarðar.

Þegar horft er til sögu annarra rafmiðla má sjá að miklar sveiflur einkenna þá oft og þá sérstaklega á fyrstu metrunum. Það er því líklegt að gengi Auroracoin muni eitthvað fara fram og til baka á komandi dögum.

Enn er aðeins hægt að eiga viðskipti með myntina í gegnum Bitcoin rafmiðilinn, en gengi Auroracoin gagnvart Bitcoin er á bilinu 0,0034 til 0,0042. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka