Felur ekki í sér vantraust á Má

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Eggert Jóhannesson

Sú ákvörðun fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að aug­lýsa starf seðlabanka­stjóra laust til um­sókn­ar er ekki van­trausts­yf­ir­lýs­ing á hend­ur Má. Þetta seg­ir Már sjálf­ur í bréfi sem hann sendi sam­starfs­fólki sínu í Seðlabank­an­um í dag, en hann seg­ir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hafi tjáð sér að það muni koma fram op­in­ber­lega. Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu í morg­un kom slíkt aft­ur á móti ekki fram.

Þá seg­ir Már að á næstu vik­um muni skýr­ast bet­ur hvernig staðið verði að fram­haldi máls­ins en að ekki standi til að ganga gegn sjálf­stæði bank­ans né fag­legri yf­ir­stjórn. Már ít­rek­ar í bréf­inu að hann hafi lýst því yfir að hann sé til­bú­inn að hefja nýtt tíma­bil sem seðlabanka­stjóri og að sú yf­ir­lýs­ing standi áfram.

Hann set­ur aft­ur á móti þann varnagla við fyrri yf­ir­lýs­ingu að ef gerðar verði laga­breyt­ing­ar sem feli í sér að eðli starfs­ins breyt­ist eða breyt­ing­ar verði á um­sókn­ar­ferl­inu sjálfu muni hann leggja nýtt mat á málið. „Það verður því að bíða og sjá og ekki má gefa sér fyr­ir­fram hvort slík­ar breyt­ing­ar eru til hins verra eða betra enda eru góð orð um að sér­fræðiþekk­ing Seðlabank­ans verði nýtt í því ferli sem framund­an er,“ seg­ir Már að end­ingu í bréf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka