Sigrún Kjartansdóttir hefur tekið við sem nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins Gengur vel ehf. Sigrún á að baki stjórnunar- og rekstrarreynslu bæði úr íslensku sem og alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Hún hefur meistarapróf í viðskiptafræði á sviði stjórnunar og stefnumótunar og einnig meistarapróf í mannauðsstjórnun.
Í fréttatilkynningu kemur fram að Gengur vel fagnaði 10 ára afmæli þann 10. október. Fyrirtækið selur heilsuvörur. Þuríður Ottesen stofnandi og eigandi fyrirtækisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri mun starfa áfram í sérverkefnum tengdum vöruþróun og sem stjórnarformaður.