Í dag var kynnt breytingartillaga að deiluskipulagi Hlíðarendasvæðisins, en áformað er að reisa þar allt að 850 íbúðir og sex þúsund fermetra af verslunar- og þjónustuhúsnæði. Verið er að fjölga íbúðum töluvert, en í fyrra skipulagi voru þær 360. Gert er ráð fyrir jarðvegsframkvæmdum í haust og að uppbygging hefjist næsta vor.
Á kynningunni í dag sýndu Valsmenn hf., félag sem stofnað var um uppbyggingu á stærstum hluta svæðisins, myndir af því hvernig ætlunin væri að það liti út og hvernig skipulagið væri útfært. Meðfylgjandi er hluti þeirra mynda, en þar má meðal annars sjá hvernig ætlunin er að byggja upp íþróttasvæði Vals og koma upp svokallaðri randbyggð við Hlíðarenda.
Frétt mbl.is: Íbúðir á Hlíðarenda gætu orðið 850
Frétt mbl.is: Áherslan á smærri íbúðir við Hlíðarenda
Frétt mbl.is: Líkir Hlíðarenda við evrópskar borgir