Topparnir leiða launahækkun

Laun hækkuðu um 6,1% á síðasta ári samkvæmt launagreiningu PWC. …
Laun hækkuðu um 6,1% á síðasta ári samkvæmt launagreiningu PWC. Toppar í fyrirtækjum leiddu hækkunina. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Laun hjá íslenskum fyrirtækjum hækkuðu um 6,1% að meðaltali á síðasta ári, en það hefur verið ris í hækkun á síðustu árum. Topparnir í fyrirtækjunum leiða hækkunina, en í dag eru 7,5% launamanna með yfir eina milljón í heildarlaun. Þetta kemur fram í nýrri launagreiningu PWC sem var kynnt í dag.

Hækka 2,2% umfram verðlag

Laun hækkuðu almennt 2,2% umfram verðlag, en Hafsteinn Már Einarsson, sérfræðingur hjá PWC, segir að það hafi verið áhugavert að aukagreiðslur hafi tekið að hækka á ný eftir að hafa lækkað frá hruni. Fóru aukagreiðslur og hlunnindi upp í 12,4% af heildarlaunum, en það er hækkun um 2,5 prósentustig milli ára. Hafsteinn sagði í kynningu sinni að þar gætti áhrifa frá nýjum þátttökufyrirtækjum, en jafnframt væri aukning yfir línuna hjá eldri fyrirtækjum.

PWC hefur gert þessa könnun undanfarin ár og er tilgangurinn að sjá laun og samsetningu launa fyrir tiltekin störf. Í ár voru milli 13 til 15 þúsund þátttakendur í könnuninni, en það er um 8 til 9% af heildarvinnuafli landsins.

Meðalheildarlaun 568 þúsund

Samkvæmt skýrslunni eru meðalheildarlaun í dag 568 þúsund krónur og hækkuðu þau úr 535 þúsund krónum árið áður. Hækkunin nemur sem fyrr segir 6,1%, en árið á undan hækkuðu þau um 4,5%. Hafsteinn sagði massann af launþegum áfram vera í lægri stigum, en það væri algengast þegar horft væri á launastiga almennt. Kom í ljós að nánast enginn var með undir 200 þúsund, eða 0,4% og 0,1% yfir 3 milljónum. Aftur á móti var 1% launþega með 1,5 til 2 milljónir í heildarlaun og 0,8% með 2 til 3 milljónir. Í heild voru 7,5% launþega með yfir 1 milljón í heildarlaun á mánuði. Flestir launþegar eru í flokkunum 300 til 400 þúsund og 400 til 500 þúsund, eða um 21% í hvorum flokki.

Tekin voru dæmi um meðalheildarlaun í nokkrum starfsstéttum og kom þar meðal annars fram að forritari er með 721 þúsund, forstjórar með 1.912 þúsund og viðskiptafræðingar með 698 þúsund. Þá eru lögfræðingar með 813 þúsund og skrifstofufólk með 444 þúsund. Allir þessir flokkar hafa hækkað undanfarin þrjú ár, en Hafsteinn sagði að topparnir hefðu leitt hækkunina í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK