Burtséð frá ruglinu þá virkaði sölukerfið

Jón Gunnar Geirdal, stofnandi og eigandi markaðs- og kynningarfyrirtækið Ysland …
Jón Gunnar Geirdal, stofnandi og eigandi markaðs- og kynningarfyrirtækið Ysland stendur fyrir komu Jordans Belforts. Rósa Braga

Þrátt fyrir að hafa svikið milljónir dala frá viðskiptavinum sínum og lifað hömlulausu líferni sem einkenndist af vændiskonum, eiturlyfjum, dýrum tækjum og furðulegum uppákomum, þá er Jordan Belfort einn þekktasti sölumaður heims í dag. Belfort er á leið til landsins í maí og segir Jón Gunnar Geirdal, sem sér um viðburðinn, að „burtséð frá öllu bulli, rugli og siðblindu, þá virkaði sölukerfið hans.“ 

Jón Gunnar segir Belfort hafa ferðast um heiminn síðustu 20 ár og kennt tæknina á bak við velgengni sína í sölumálum. „Í grunninn er þetta góður sölumaður þó að hann hafi farið offorsi á sínum tíma. Það er engum blöðum u það að fletta að hann var glæpamaður áður,“ segir Jón Gunnar og bendir á að Belfort hafi setið af sér sinn dóm og sé í dag bláedrú.  

Belfort var á sínum tíma dæmdur til að borga rúmlega 110 milljónir dala til baka til viðskiptavina sinna, en hingað til hefur hann aðeins greitt lítinn hluta þess. Jón Gunnar segir líklegt að Belfort verði í gjörgæslu skattayfirvalda til æviloka, en að undanförnu hefur verið sagt frá því að lítill hluti þess fjár sem hann fékk fyrir kvikmyndina The Wolf of Wall Street hafi skilað sér til fórnarlamba hans.  

Jón Gunnar segir að hann hafi séð myndina og orðið heillaður af sögunni og manninum á bak við söguna. Hann hafi svo verið í sambandi við umboðsmenn Belforts frá því um áramótin og svo hafi fundist gat á dagskránni í maí og þannig hafi verið hægt að koma honum hingað til lands í fáeina daga. Viðburðurinn verður tvískiptur, en Belfort mun fyrst halda fyrirlestur og í framhaldinu verður hann með sölunámskeið. Miðaverð verður á bilinu 39.900 til 49.000 að sögn Jón Gunnars, en miðasala mun hefjast á morgun.

Frétt mbl.is: Kostar 50 þúsund á úlfinn frá Wall Street

Jordan Belfort
Jordan Belfort talkbacker.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK