Kostar 50 þúsund á úlfinn frá Wall Street

Jordan Belfort, mun halda fyrirlestur í Háskólabíói þriðjudaginn 6. maí.
Jordan Belfort, mun halda fyrirlestur í Háskólabíói þriðjudaginn 6. maí. talkbacker.com

Jor­d­an Bel­fort, oft nefnd­ur úlf­ur­inn á Wall Street, hef­ur staðfest komu sína hingað til lands þriðju­dag­inn 6. maí, en hann mun halda fyr­ir­lest­ur um sölu­tækni í Há­skóla­bíói. Í síðustu viku var sagt frá því að Bel­fort myndi halda fyr­ir­lest­ur í Hörpu, en svo virðist sem viðburðafyr­ir­tækið sem ætlaði að standa fyr­ir þeim fyr­ir­lestri hafi hlaupið á sig, því Bel­fort hef­ur gefið út til­kynn­ingu þess efn­is að hann muni aðeins halda einn fyr­ir­lest­ur hér á landi og að það verði 6. maí. 

Fyrri til­kynn­ing­in sagði frá því að fyr­ir­tækið Ice­land Events stæði á bakvið komu Bel­forts, en for­svars­menn þess fyr­ir­tæk­is könnuðust ekk­ert við að standa á bak við fyr­ir­lest­ur hans. Það ligg­ur því ekki fyr­ir hver hafði skipu­lagt Hörpu­viðburðinn sem ekk­ert varð af, en það er fyr­ir­tækið Ys­land, í eigu Jóns Gunn­ars Geir­dals, sem held­ur viðburðinn í Há­skóla­bíói. Miðasala hefst á morg­un, en miðarn­ir munu kosta milli 39.900 og 49.900 að sögn Jóns Gunn­ars.

Í til­kynn­ingu frá Yslandi kem­ur fram að Bel­fort hafi byggt upp „eina öfl­ug­ustu og ábata­söm­ustu verðbréfamiðlun í sögu Wall Street“. Sög­una um hrun hans þekkja þó flest­ir, en hann var dæmd­ur til að greiða viðskipta­vin­um sín­um 110,4 millj­ón­ir doll­ara. Til dags­ins í dag hef­ur hann þó aðeins greitt hluta þess fjár, jafn­vel þótt hann hafi auðgast ágæt­lega á út­gáfu bók­ar um sögu sína og kvik­mynda­rétt­inn fyr­ir mynd­ina The Wolf of Wall Street, þar sem Leon­ar­do DiCaprio lék Bel­fort.

Nú miðlar Bel­fort aðferðum sín­um og þekk­ingu til að gera öðrum kleift að öðlast vel­gengni í starfi jafnt sem einka­lífi. Á meðal viðskipta­vina hans eru virt­ustu fyr­ir­tæki heims, t.d. Virg­in Atlantic, Deutsche Bank, Sym­an­tec, the Royal Bank of Scot­land, Gener­al Electric, For­bes Man­hatt­an, In­vestec, Hewlett-Packard, Seðlabanki Banda­ríkj­anna og alþjóðleg­ar kaup­hall­ir.

Frétt mbl.is: Burt­séð frá rugl­ingu þá virkaði sölu­kerfið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka