Skífan kaupir Heimkaup

Skífan hefur keypt rekstur Heimkaupa.
Skífan hefur keypt rekstur Heimkaupa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skífan ehf. hefur keypt rekstur Heimkaup.is en Heimkaup.is reka meðal annars samnefnda vefverslun. Skífan rekur tvær verslanir undir nafninu Skífan/Gamestöðin, í Kringlunni og Smáralind. 

Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar, segir þetta skref í rétta átt. „Framtíðin í sölu afþreyingarefnis er þarna. Salan fer í sífellt meiri mæli fram á netinu og viðskiptavinir okkar vilja geta keypt sínar vörur í rólegheitum úr þægindum heimilisins og Heimkaup.is smellpassar inn í okkar framtíðarsýn.“

Stærstu eigandi Skífunnar er að sögn Ágústs félagið Móberg en það er að stærstum hluta í eigu þeirra Fjölvars Darra Rafnssonar og Skorra Rafns Rafnssonar. Móberg á einnig vefina Bland.is, Sport.is, 433.is, Hun.is og Hann.is. Skorri Rafn er forstjóri Móbergs.

Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs.
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK