Skora á Vísi að hætta við áformin

Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. …
Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. Vinnslur félagsins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík verða lagðar niður. Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsmenn Vísis fjölmenntu á fund á vegum Framsýnar í kvöld. Fundurinn var haldinn vegna ákvörðun fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík. Fundurinn sendi frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á forsvarsmenn Vísis að hætta við áformin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Framsýn. 

Ljóst er að starfsmönnum er verulega brugðið og líður flestum þeirra mjög illa, ekki síst vegna óvissunnar sem er komin upp. Í máli þeirra flestra kom fram að þeim hefur líkað vel að búa á Húsavík og hafa flestir þeirra komið sér vel fyrir, jafnvel fjárfest í húsnæði. Í óformlegri könnun sem gerð var á fundinum kom fram að flestir þeirra vilja búa áfram á Húsavík enda bjóðist þeim störf við þeirra hæfi, segir í tilkynningunni. 

Yfirlýsing vegna áforma Vísis hf. um að loka starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík

 „Fundur haldinn á vegum Framsýnar stéttarfélags með starfsmönnum Vísis hf. á Húsavík 31. mars 2014 skorar á forsvarsmenn fyrirtækisins að halda áfram öflugri fiskvinnslu á Húsavík í stað þess að leggja hana niður 1. maí 2014 eins og áformað er.“

Frétt Morgunblaðsins: Hryggjarstykki sjávarþorpanna að bresta. 

Frétt mbl.is: „Hryggjarstykkið í atvinnulífi á Djúpavogi“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK