Milljón á fermetrann

Fyrirhugað háhýsi neðst við Frakkastíg muni spilla sjónási niður götuna …
Fyrirhugað háhýsi neðst við Frakkastíg muni spilla sjónási niður götuna út á sjó. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrirtækið Skuggi 3 ehf., sem hyggst reisa turnbyggingu á horni Skúlagötu og Frakkastígs, hefur þegar fengið bindandi tilboð í íbúðir í turninum. Þetta kemur fram í Reykjavík vikublaði sem kom út í dag.

Þar segir að í stofngögnum félagsins komi fram að fermetraverðið á íbúðum í turninum sé á bilinu 700 þúsund krónur og ein milljón króna.

Íbúðir í turnunum í Skuggahverfi eru almennt ekki minni en hundrað fermetrar að stærð.

Bygging turnsins hefur verið gagnrýnd, bæði af íbúum í nágrenninu, embættismönnum og fulltrúum Reykjavíkurborgar, þar sem hann muni skyggja á útsýni frá Skólavörðuholti og niður Frakkastíg, til fjalla og sjávar. Skipulagsfulltrúa var falið að „höfða til samvisku verktakans“, segir í frétt Reykjavíkur vikublaðs. Þær umleitanir hafa ekki borið árangur eftir því sem blaðið kemst næst.

Frétt mbl.is: Verstu skipulagsmistök í Reykjavík í áratugi

Frétt mbl.is: Nýbygging skyggir á sjónlínuna

Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg …
Á myndinni til vinstri sést útsýnið frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg að Sólfarinu eins og það er í dag. Hægra megin sést hvernig útsýnið, eða sjónlínan, yrði þegar framkvæmdum við háhýsið yrði lokið. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK