Robert Tchenguiz hrellir kröfuhafa

Kröfuhafar í þrotabú Kaupþings óttast að sjóður sem tengist Robert Tchenguiz, Investec, ætli sér ekki að greiða skuldir upp á 150 milljónir punda. Þetta gæti haft áhrif á hvað verður til skiptanna í þrotabúi Kaupþings.

Skuldin svarar til um 40% af hagnaði Investec í fyrra, samkvæmt frétt Guardian í gær. 

Investec á hlut í félögum eins og Sainsbury's, Mitchells & Butlers, Somerfield og Welcome Break auk fjölmargra eigna eins og fasteigna og snekkja sem Tchenguiz nýtir.  

Í janúar dæmdi dómstóll að dótturfélag Investec, Investec Trust Guernsey (ITG), ætti að bera ábyrgð á hluta af lánum Tchenguiz sem hann hafði tekið í gegnum sjóðinn. Investec hefur áfrýjað dómsniðurstöðunni.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK