Í janúar dæmdi dómstóll að dótturfélag Investec, Investec Trust Guernsey (ITG), ætti að bera ábyrgð á hluta af lánum Tchenguiz sem hann hafði tekið í gegnum sjóðinn. Investec hefur áfrýjað dómsniðurstöðunni.
Kröfuhafar í þrotabú Kaupþings óttast að sjóður sem tengist Robert Tchenguiz, Investec, ætli sér ekki að greiða skuldir upp á 150 milljónir punda. Þetta gæti haft áhrif á hvað verður til skiptanna í þrotabúi Kaupþings.
Skuldin svarar til um 40% af hagnaði Investec í fyrra, samkvæmt frétt Guardian í gær.
Investec á hlut í félögum eins og Sainsbury's, Mitchells & Butlers, Somerfield og Welcome Break auk fjölmargra eigna eins og fasteigna og snekkja sem Tchenguiz nýtir.
Í janúar dæmdi dómstóll að dótturfélag Investec, Investec Trust Guernsey (ITG), ætti að bera ábyrgð á hluta af lánum Tchenguiz sem hann hafði tekið í gegnum sjóðinn. Investec hefur áfrýjað dómsniðurstöðunni.