Töpuðu milljörðum á Icebank lánum

Rannsóknarnefndin kynnir nú sparisjóðaskýrsluna í Iðnó.
Rannsóknarnefndin kynnir nú sparisjóðaskýrsluna í Iðnó. mbl.is/Árni Sæberg

Sparisjóðirnir töpuðu milljörðum á lánum sem veitt voru vegna kaupa á Icebank, en lánin voru aðallega með veð í sömu bréfum, eða hlutabréfum í einkahlutafélögum sem tóku lánin. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar um sparisjóðina sem var kynnt í dag. 

Seljendur bréfanna voru Byr sparisjóður, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og sparisjóðir tengdir þeim, þ.e. nb.is-sparisjóður hf., Sparisjóður Norðlendinga og Sparisjóður Kópavogs, en kaupendur voru voru fimm sparisjóðir og fjórtán einkahlutafélög, þar af sex félög í eigu stjórnenda bankans.

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Byr sparisjóður, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Mýrasýslu og Sparisjóðabankinn lánuðu kaupendum fyrir hlutunum. Í skýrslunni segir að veð fyrir lánunum hafi nær eingöngu verið í bréfum Icebank hf., hlutabréfum í einkahlutafélögunum sem fengu lán til kaupanna og reikningum þar sem greiðslur af hlutabréfunum áttu að leggjast inn. Þessi lán töpuðust öll en upphafleg lánsfjárhæð þeirra var 8,4 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK