Gáfu Krabbameinsfélaginu 3,5 milljónir

Á myndinni afhenda Sævar Bjarnason, Einar Már Hjartarson, Sigmar Ingi …
Á myndinni afhenda Sævar Bjarnason, Einar Már Hjartarson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Hilmar Geirsson og Bjarni Herrera Þórisson Ragnheiði Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins, Unni Önnu Valdimarsdóttur og Örnu Hauksdóttur, frá Heilsusögu Íslands, fjárhæðina sem safnaðist á karlakvöldinu fyrir hönd starfsmanna Arion banka.

Í tilefni af Mottumars hélt starfsfólk Arion banka svokallað Karlakvöld Arion banka föstudagskvöldið 21. mars síðastliðið. Kvöldið var haldið í höfuðstöðvum bankans til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.

Alls söfnuðust 2.045.500 krónur á kvöldinu og hefur styrkurinn nú verið afhentur forsvarsmönnum verkefnisins Heilsusaga Íslands sem unnið er í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Til viðbótar söfnuðust 1,5 milljónir króna á Konukvöldi Arion banka sem haldið var í tilefni af Bleikum mánuði Krabbameinsfélagsins. 

„Við erum með alveg sérstakar aðstæður til þekkingarsköpunar á þessu sviði hér á Íslandi vegna þess að við höfum heilbrigðisskrár og getum fylgt allri þjóðinni  eftir. Við vitum hverjir lifa og hverjir deyja, hverjir veikjast og hverjir ekki.

Með því að safna líka upplýsingum um það hvernig fólk lifir og hvernig því líður þá höfum við mjög viðamiklar upplýsingar sem við getum nýtt til að skapa betri þekkingu á þessu sviði,“ er haft eftir Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmanni rannsóknarinnar, í tilkynningunni.

Hún bætir því jafnframt við að stóra markmiðið sé að vera í samstarfi við einkafyrirtæki og erlenda vísindasjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK