Skrá W Hotels sem vörumerki á Íslandi

Nýtt fimm stjörnu hótel verður byggt við Hörpu á komandi …
Nýtt fimm stjörnu hótel verður byggt við Hörpu á komandi misserum. W Hotels hafa nú þegar skráð vörumerki sitt hér á landi, en ekki fæst staðfest hvort að keðjan muni standa fyrir hótelinu hér á landi. Rax / Ragnar Axelsson

Hótelkeðjan W Hotels hefur skráð vörumerki sitt á Íslandi, en keðjan er dótturfélag Starwoods hótelfélagsins sem á einnig Westin, Sheraton og fleiri hótelkeðjur. Mbl.is hefur áður greint frá því að líklegustu samstarfsaðilar vegna uppbyggingar nýs fimm stjörnu hótels við Hörpu séu Marriott og W Hotels, en í desember sögðu forsvarsmenn fjárfestanna að búið væri að velja nafn á hótelið.

Upphaflega var áætlað að fjárfestingahópurinn, sem er í eigu Auro Investment Partners, Mannvit og arkitektastofan T.ark, myndi finna fleiri fjárfesta að verkefninu fyrir lok janúar. Bala Kamallakharan, sem fer fyrir Auro Investment segir að sú tímasetning hafi teygst aðeins, en að unnið sé bæði með fjárfestum og hótelkeðjunni að tímasetningu varðandi uppbygginguna.

Í samtali við mbl.is segist hann ekki geta staðfest hvort búið sé að semja við W Hotels, en segir skráningu vörumerkisins ekki hafa verið á vegum fjárfestafélagsins. Segir hann að nafnið verði tilkynnt síðar þegar lokahönd hefur verið lögð á fjármögnun verkefnisins.

W Hotels er lúxuskeðja sem er almennt markaðssett fyrir yngri markhópa en aðrar lúxuskeðjur Starwoods fyrirtækisins. Það rekur í dag meira en 45 hótel í 24 löndum. Á heimasíðu keðjunnar kemur fram að stefnt sé að því að hótelin verði orðin 60 fyrir árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK