Hótelstjórnendur vilja ekki náttúrupassa

Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur.
Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórnendur hótela um allt land eru neikvæðir gagnvart því að koma á náttúrupassa þar sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir að fara inn á ákveðin ferðasvæði. Helmingur stjórnenda er mjög eða frekar neikvæðir gagnvart passanum, meðan 35% voru jákvæðir. Þetta kemur fram í könnun sem KPMG gerði nýlega, en tugir stjórnenda tóku þátt í henni. Tæplega 15% stjórnenda eru aftur á móti hlutlausir gagnvart passanum.  

Í könnuninni var einnig spurt um mikilvægustu afþreyingu í nágrenni hótela og kom þar fram að skoðunarferðir, sundlaugar og söfn væru þau mikilvægustu. Dekurferðir voru aftur á móti talin lítið mikilvæg í dag, en á sama tíma var það atriðið sem flestir töldu að vantaði. Það er því ljóst að stjórnendur telja slíkt vanta á nokkrum stöðum um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK