Bitcoin er búið að hasla sér völl

Frá fundi VÍB í Hörpu.
Frá fundi VÍB í Hörpu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Til­koma ra­f­ræna gjald­miðils­ins Bitco­in var mjög stórt skref í framþróun pen­inga­kerf­is­ins, seg­ir eðlis­fræðing­ur­inn Sveinn Val­fells.

„Sagn­fræðing­ur­inn Niall Fergu­son sagði að pen­ing­ar hefðu verið for­senda framþró­un­ar mann­kyns­ins. Mín skoðun er sú að til­koma Bitco­in hafi verið mjög stórt skref í framþróun pen­inga­kerf­is­ins.

Gjald­miðill­inn hef­ur einnig stutt við þá framþróun sem hef­ur orðið á und­an­förn­um árum, sem er að koma pen­inga­kerf­inu í meira mæli á sta­f­rænt form,“ sagði Sveinn á fundi VÍB, eign­a­stýr­ing­arþjón­ustu Íslands­banka, um Bitco­in sem hald­inn var í Hörpu í vik­unni.

Það eru fáir Íslend­ing­ar sem þekkja eðli ra­f­rænna gjald­miðla bet­ur en Sveinn en hann heyrði fyrst minnst á Bitco­in fyr­ir um þrem­ur árum. Síðan þá hef­ur hann kynnt sér hann afar vel, haldið er­indi víða um heim og dreift boðskapn­um, ef svo má að orði kom­ast.

Á framtíðina fyr­ir sér

Á fund­in­um sagðist Sveinn trúa því að Bitco­in ætti framtíðina fyr­ir sér. Þó væri erfitt að segja fyr­ir um hversu hraður vöxt­ur­inn yrði. „Ég held að þau ríki sem munu til­einka sér bitco­in fyrst verði þau sem búa við vest­rænt hag­kerfi og hafa til­tölu­lega stöðugt fjár­mála­kerfi.

Þau geta hagn­ast mest á því að nota Bitco­in. En þau ríki sem munu spyrna við þess­ari framþróun, líkt og svo mörgu öðru, munu verða eft­ir­bát­ar í þess­um efn­um,“ sagði hann.

Spenn­andi yrði að fylgj­ast með fram­vind­unni. „Þegar ver­ald­ar­vef­ur­inn varð fyrst til óraði fólk  ekki fyr­ir öllu því sem hann átti eft­ir að bjóða upp á. Ég tel að það sama gildi um Bitco­in,“ sagði Sveinn og bætti því við að það væri ein­mitt eitt það áhuga­verðasta við þessa nýju, ra­f­rænu gjald­miðla.

Eng­inn vissi hvað framtíðin myndi bera í skaut með sér.

Að mati Sveins eru „veru­leg tæki­færi“ hér á landi til að nota Bitco­in, Íslend­ing­um til hags­bóta. Hér væri til­tölu­lega há þjóðarfram­leiðsla, mik­il tölvu­notk­un, mjög marg­ar ra­f­ræn­ar færsl­ur á höfðatölu á hverju ári og mikið gegn­um­streymi af ferðamönn­um sem kæmu með alls kon­ar gjald­miðla – af öllu tagi – hingað til lands. Bitco­in gæti verið góð viðbót í þá flóru.

Þá væri hér jafn­framt mikið af ódýrri orku og góðum gagna­ver­um, þannig að hag­stætt gæti verið að setja upp starfs­stöðvar fyr­ir greiðslumiðlun byggða á gjald­miðlin­um.

Ekki hefðbund­inn nú­tíma­gjald­miðill

Bitco­in var fyrst kynnt til sög­unn­ar í árs­byrj­un 2009 af ein­stak­lingi eða hópi fólks sem notaði dul­nefnið Satos­hi Nakamoto. Það er enn al­ger­lega á huldu hver, eða hverj­ir, Nakamoto er, en mark­mið höf­und­ar­ins var að koma á gjald­miðli sem væri bæði ódýrt og ein­falt að nota og sem væri jafn­framt ekki stjórnað miðlægt af til dæm­is seðlabanka. 

Sveinn sagði að Bitco­in væri í raun ra­f­rænt auðkenni. Hann væri ekki hefðbund­inn nú­tíma­gjald­miðill að því leyt­inu að það væri eng­inn seðlabanki á bak við mynt­ina.

Bitco­in væri held­ur ekki krafa á eitt eða neitt, held­ur ein­fald­lega auðkenni sem gengi kaup­um og söl­um manna á milli á net­inu. Hann sagði að Bitco­in væri lík­ara gulli en flest­um þjóðar­gjald­miðlum. Gjald­miðill­inn væri í raun nokk­urs kon­ar ra­f­ræn út­gáfa af góðmálm­um, eins og gulli og silfri, en þó miklu ódýr­ari og auðveld­ari í notk­un.

„Bitco­in hef­ur alla þessa eig­in­leika sem pen­ing­ar hafa. Mynt­irn­ar eru eins­leit­ar. Það er eng­in mynt öðru­vísi en önn­ur. Það er hægt að skipta þeim niður í marg­ar litl­ar ein­ing­ar og það verða held­ur ekki meira en 21 millj­ón Bitco­ins í um­ferð í framtíðinni,“ nefndi Sveinn meðal ann­ars.

Þá væri ómögu­legt að falsa Bitco­in. Það hefði margoft verið reynt, en ávallt án ár­ang­urs. „Þeir byggja á dul­kóðun­ar­tækni sem er nú notuð við vef­versl­un og traust sam­skipti manna á milli. Það þyrfti meiri­hátt­ar fram­far­ir á sviði dul­kóðunar til að geta búið til nýj­ar ein­ing­ar og þá væri hvort eð er öll vef­versl­un og einka­sam­skipti á net­inu í upp­námi,“ sagði hann.

Gegn­ir ekki hlut­verki seðlabanka

Þá er enn frem­ur til sjálf­seign­ar­stofn­un sem held­ur utan um Bitco­in með svipuðum hætti og sjálf­seign­ar­stofn­un­in sem held­ur utan um Lin­ux-hug­búnaðinn. Það er hins veg­ar mik­il­vægt að hafa í huga að hún gegn­ir ekki á neinn hátt hlut­verki seðlabanka. Hún get­ur hvorki - upp á sitt eins­dæmi - breytt magni mynta í um­ferð né haft önn­ur meiri­hátt­ar af­skipti af gjald­miðlin­um, svo sem með inn­grip­um á markaði.

Henn­ar hlut­verk er ein­göngu að gæta þess að Bitco­in fylgi þeirri forskrift sem ætlað var í upp­hafi.

Sveinn sagði að gjald­miðill­inn hefði tvenns kon­ar not og þá ann­ars veg­ar sem eign. „Þú get­ur keypt Bitco­in og átt hann, al­veg eins og þú vilt kaupa og eiga gull,“ sagði Sveinn og benti á að það væru helst þeir sem óttuðust verðbólgu í nú­tíma­hag­kerf­um - sem byggj­ast á papp­ír­s­pen­ing­um - sem vildu kaupa eitt­hvað sem væri í raun eins og sta­f­ræn fast­eign.

„Hins veg­ar er hægt að nota það sem greiðslumiðil, því það er hægt að senda Bitco­in mjög hratt á milli. Þeir fara með ljós­hraða á in­ter­net­inu,“ sagði hann.

Heil­mikl­ir mögu­leik­ar til vaxt­ar

Hann gæti til að mynda sent Bitco­in til frænda síns í Ástr­al­íu og færsl­an yrði staðfest sam­stund­is. Eft­ir tíu mín­út­ur færi hún síðan í færslu­skrána. Því oft­ar sem færslu­skrá­in yrði upp­færð, þeim mun erfiðara yrði að vinda ofan af færsl­unni, út­skýrði Sveinn.

„Þannig að inn­an klukku­stund­ar gæti verið kom­in mjög trygg milli­færsla frá mér til frænda míns í Ástr­al­íu og hann get­ur þá gengið inn í kaup­höll í Ástr­al­íu, selt Bitco­in og keypt ástr­alska doll­ara.

Eig­in­leik­ar Bitco­in eru slík­ir að þú get­ur sam­stund­is sent hvert sem er, með litl­um til­kostnaði, ein­ing­ar og síðan leyst þær út fyr­ir pen­ing.“

Sveinn tel­ur að mögu­leik­ar Bitco­in til vaxt­ar séu heil­mikl­ir. Þó sé ljóst að gjald­miðill­inn muni ekki vaxa eins hratt og verið hef­ur. Sam­kvæmt spá Sveins gæti markaðsvirði gjald­miðils­ins, sem er sex millj­arðar Banda­ríkja­dala í dag, verið komið upp í tutt­ugu til þrjá­tíu millj­arða Banda­ríkja­dala inn­an þriggja ára.

Ger­ir hann ráð fyr­ir því að vöxt­ur Bitco­in á næstu miss­er­um verði tutt­ugufalt minni en verið hef­ur hingað til.

„Það gæti al­veg komið til greina að vöxt­ur­inn verði hraðari ef það kem­ur eitt­hvað nýtt til með að kynda und­ir gjald­miðill­inn, sér­sta­kega flott ný þjón­usta sem fær­ir mikið af pen­ing­um inn í Bitco­in-kerfið,“ sagði Sveinn.

Þá komi það að sama skapi til greina að Bitco­in ein­fald­lega hægi á sér, staðni eða minnki. Framtíðin væri óráðin.

Marg­ir farn­ir að taka gjald­miðil­inn í sátt

Sveinn sagði að hag­kerfið í kring­um Bitco­in væri í stöðugri þróun og væri jafn­framt sí­fellt að stækka.

„Við erum kom­in með fimm millj­ón niður­höl á for­rit­inu sjálfu. Til eru um þrjár millj­ón­ir það sem kallað er veskja. Fjöru­tíu þúsund kaup­menn um all­an heim taka við Bitco­in. Velt­an í sjálfu net­inu er í kring­um tutt­ugu millj­arðar doll­ar­ar og velt­an í kaup­höll­um sem kaupa og selja bitco­in er um sex millj­arðar doll­ar­ar.“

Þá væri einnig fjöldi fyr­ir­tækja sem notaði Bitco­in við ýmis tæki­færi, til dæm­is sem greiðslumiðil og jafn­vel hraðbanka.

En hvað segja stjórn­völd við þess­ari þróun?

Sveinn nefndi að flest­ar rík­is­stjórn­ir um heim­inn væru farn­ar að viður­kenna Bitco­in með ein­hverj­um hætti. Í Banda­ríkj­un­um væri deilt um skil­grein­ing­una á fyr­ir­bær­inu, hvort um væri að ræða hrávöru, pen­ing eða eitt­hvað allt annað.

Í Þýskalandi væri búið að viður­kenna Bitco­in sem einka­gjald­miðil og í Bretlandi fengi Bitco­in sömu meðferð og gull til fjár­fest­ing­ar eða aðrir gjald­miðlar.

Stjórn­völd í Kína sæu hins veg­ar Bitco­in frek­ar sem ógn en tæki­færi. „Þar er mik­il skuldaþensla og fjár­magns­höft og gera stjórn­völd allt sem í valdi þeirra stend­ur til að koma í veg fyr­ir framþróun Bitco­in,“ sagði Sveinn.

Á meðan aðrir þjóðir væru farn­ar að taka gjald­miðil­inn í sátt væru Kín­verj­ar sér á báti.

Eðlisfræðingurinn Sveinn Valfells.
Eðlis­fræðing­ur­inn Sveinn Val­fells. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
Bitcoin-hraðbankar njóta vinsælda víða.
Bitco­in-hraðbank­ar njóta vin­sælda víða. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK