Góð rök fyrir því að fjölga seðlabankastjórum

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðhera.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðhera. mbl.is/Ómar

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, segir að góð rök séu fyrir því að Seðlabanka Íslands sé stjórnað af mönnum sem sitja saman yfir málunum og koma að stærstu ákvörðunum bankans.

Fram kom í máli hans í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að lög um Seðlabankann væru til endurskoðunar. Bjarni sagði að nú væri búið að setja á fót starfshóp, sem Ólöf Nordal, formaður bankaráðs, færi fyrir, til að leggja mat á æskilegar breytingar á lögunum.

„Ég er ákveðinn í því að láta hópinn ljúka sínum störfum og koma fram með sínar tillögur,“ sagði Bjarni.

Við stæðum frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að hafa einn seðlabankastjóra og hins vegar fleiri en einn, „eins og mjög víða er gert og var lengst af fyrirkomulagið hér á landi. Þeir skipta þá með sér verkum og kjósa sér formann,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að það væru bæði kostir og gallar við báðar leiðirnar. „Það er ekki skynsamlegt að komast að niðurstöðu áður en maður setur málið af stað í skoðun,“ sagði hann.

Bjarni benti á að verkefni bankans hefðu stækkað mjög að umfangi, ekki bara vegna fjármagnshaftanna, heldur einnig vegna þess að efnahagsreikningur bankans væri orðinn gríðarlega stór eftir hrun bankanna.

Skipunartími Más Guðmundssonar seðlabankastjóra rennur út nú í sumar. Bjarni sagði að þá yrði starfið auglýst og skipað í það á nýjan leik samkvæmt lögum.

Frétt mbl.is: Ekki ánægður með fylgið

Frétt mbl.is: Evrópumálið of fyrirferðarmikið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK